Browsing Tag:

lostæti

Hversdagsmatur/ Veislumatur

Risarækjupasta

risaraekjupasta

Ég þreytist ekki á því að dásama þetta veður sem við höfum fengið síðustu daga og vikur. Þó að andvarinn sé heldur kaldur er eitthvað við sólina sem lyftir andanum og gefur hlýju í hjartað. Annað sem gerist er að smekkurinn fyrir þungum pottréttum og súpum breytist og ilmurinn af léttum fiskréttum og salötum fyllir eldhúsið.

Við endurnýjuðum kynnin við risarækjur um daginn og höfum notað mikið í ýmsa rétti enda ótrúlega bragðgóðar og einfalt að matreiða. Þessi pastaréttur varð svo til við smá tiltekt í ísskápnum þar sem ég komst að því að það var til smá af þessu og hinu sem myndi fara vel með linguine pasta sem ég var spennt að prófa, frá Rummo.

Eins og svo oft áður má aðlaga þessa uppskrift að því sem er til heima hverju sinni. Svo lengi sem hráefnið er ferskt og gott verður útkoman dásamlegur pastaréttur. Svo sumarlegur með skvettu af sítrónusafa. Og svo auðvitað nóg af parmesan.

Ómótstæðilegt risarækjupasta

1 Star2 Stars3 Stars4 Stars5 Stars (1 votes, average: 5,00 out of 5)
Loading...
Serves: 4-6
Cooking Time: 30 mín

Léttur og ferskur pastaréttur sem á alltaf við en sérstaklega nú með hækkandi sól og kældu hvítvíni.

Ingredients

 • 500 gr linguine pasta
 • 400 gr stórar rækjur, hráar
 • 2 hvítlauksgeirar, marðir
 • Smjörklípa
 • Chili krydd
 • Skvetta góð ólífuolía
 • 3-4 msk grænt pestó
 • Handfylli fersk basilíka
 • Handfylli ruccola salat
 • Litlir tómatar, eftir smekk
 • Parmesan ostur
 • Sítrónusafi, helst ferskur

Instructions

1

Byrjið á að undirbúa rækjurnar. Ég var með risarækjur sem ég afþýddi með því að láta renna á þær kalt vatn í nokkrar mínútur.

2

Hitið olíu og smá smjörklípu á pönnu.

3

Bætið hvítlauknum og chilikryddinu og leyfið að hitna í gegn.

4

Steikið rækjurnar þangað til þær eru orðnar bleikar og fulleldaðar. Takið þær til hliðar og geymið ásamt vökvanum af pönnunni.

5

Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum.* Passið að taka frá eins og 1 dl af söltu pastavatni til hliðar.

6

Hrærið saman grænu pestóinu og ólífuolíunni til að þynna pestóið.

7

Bætið við smátt saxaðri baskilíkunni.

8

Skerið tómatana í tvennt.

9

Þegar pastað er soðið skal blanda öllu saman í stórri skál. Notið svolítið af pastavatninu með pestóinu, klettasalatinu og tómötunum. Kreistið að lokum hálfa sítrónu yfir allt saman. Berið fram með auka olíu og nóg af parmesan osti.

Notes

*Ég notaði linguine frá Rummo en það pasta finnst mér haldast fullkomlega "al dente" og vera fullkomið í þennan rétt en að sjálfsögðu má nota hvaða pasta sem er.

Þetta verðið þið að prófa sem allra fyrst með sól í sinni og hvítvín í glasi!

XOXO

Stella Rún