Nú verður bara að segjast eins og er að þrátt fyrir sól og sumaryl er ég búin að vera afar andlaus hér á síðunni. Í raun bara í bakstri og eldamennsku yfir höfuð. Það eru því að safnast upp beiðnir frá vinum og vandamönnum og greinilega vöntun á ýmsum gömlum og góðum uppskriftum. Kannski er það Covid, kannski bara árstíminn en fólk er duglegt að elda og baka frá grunni og taka með sér í ferðalögin. Það er náttúrulega ekkert nema frábært og mér ljúft og skylt að deila með ykkur alls konar!
Ég ætla að byrja á jógúrtkökunum klassísku sem aldrei klikka. Svo fullkomnar í nestisboxið fyrir útileguna eða á íþrótta- og ættarmótin. Við skulum þó muna að hlýða Víði og bíða með að rotta okkur saman í stórum hópum þar til þríeykið gefur leyfi. Uppskriftina fékk ég upphaflega frá Stellu ömmu en ég hef breytt henni lítillega í gegnum tíðina. Þessar kökur eru einfaldar og ljúffengar og tilvalið að leyfa litlum bökurum að aðstoð og sleikja skálina í lokin.
Einföld og skotheld uppskrift sem gleður unga sem aldna Hitið ofninn í 180 gráður, 170 gráður ef þið notið blástur. Þeytið saman sykur og egg þangað til létt og ljóst. Bætið vanilludropum, smjöri og jógúrt saman við og blandið vel. Bætið lyftidufti, salti og hveiti í skálina og blandið varlega. Saxið suðusúkkulaði og bætið saman við deigið. Skiptið deiginu jafnt í 24-28 möffinsform, allt eftir stærð formanna. Bakið í 15-18 mín eða þar til kökurnar eru orðnar gullinbrúnar að ofan og þær bakaðar í gegn. *ef eggin eru lítil má setja 3 egg og 1 rauðu. Þá komum við í veg fyrir að kökurnar verði þurrar.Jógúrtkökur
Ingredients
Instructions
Notes

Vonandi gefið þið þessum ljúffengu möffinskökum séns og bakið með börnunum um helgina – notaleg samvera fyrir alla.
XOXO
Stella Rún