Þessi jólin var meira um heimagerðar gjafir en oft áður. Það vantar einhvern veginn engan neitt og þá finnst mér bráðsniðugt að búa til eitthvað sem fer bara upp í munn og ofan í maga. Sörurnar eru skemmtileg gjöf en það er líka gaman að útbúa gómsæta nammibita sem hægt er að bera fram í skálum og njóta með fjölskyldunni.
Rocky Road nammibitar eru hættulega góðir. Ég hef séð margar útfærslur og það er í raun skemmtilegt að setja í blönduna það sem manni sjálfum finnst best. Ég er t.d. lítill aðdáandi jarðhneta og sleppi þeim því og hef tvöfaldan skammt af kasjúhnetum í staðinn. Annars vegar ristaðar og saltaðar og svo hreinar án viðbóta. Ég hef séð uppskriftir þar sem að Lindu buff er notað í stað sykurpúða og þar sem að döðlum er laumað með. Um að gera að láta ímyndunaraflið ráða enda ekkert heilagt í þessum Rocky Road málum.
Einfalt og gott sælgæti sem er gott að gefa, himneskt að njóta. Skerið Dumle karamellur í 3-4 bita og saxið hnetur miðlungsgróft. Blandið saman í skál sykurpúðum, karamellum og hnetum. Bræðið yfir vatnsbaði suðusúkkulaðið. Hellið suðusúkkulaðinu yfir sykurpúðana, karamellurnar og hneturnar. Það gæti verið að þið þyrftuð að bræða 1-2 aukaplötur af suðusúkkulaði til að ná að hjúpa allt saman vel. Setjið bökunarpappír í stórt eldfast mót og hellið blöndunni í mótið. Þjappið namminu vel í mótið og kælið. Skerið í munnbitastærð og njótið! Geymist í kæli eða frysti. Þetta er frekar stór uppskrift en að sjálfsögðu hægt að helminga ef nammið er hugsað til einkanota. Eða eiga bara nóg til, þetta geymist vel í frysti. Ég skar þetta allt saman niður og deildi í poka og dúnka og laumaði með í jólapakkana.Rocky Road nammi
Ingredients
Instructions
Notes
Jólin eru ekki búin – um að gera að henda í einn skammt af þessum gómsætu nammibitum!
XOXO
Stella Rún