Smá játning á miðvikudegi. Ég hef haft afskaplega lítinn áhuga á því að elda spennandi mat síðan þriðja bylgjan skall á okkur. Mig langar endalaust í eitthvað nýbakað og sætt og hef því verið í mikilli tilraunastarfsemi í bakstursdeildinni. Nýjasta verkefnið – súkkulaðibitakökur.
Ég hef ekki tölu á því hversu margar súkkulaðibitakökuuppskriftir ég hef prófað í gegnum tíðina. Subway-kökurnar góðu hafa oft verið fyrirmyndin og markmiðið verið að baka smákökur sem eru mjúkar í miðjunni og stökkar á köntunum. Einhverra hluta vegna var þetta eilífðarverkefni, alltaf eitthvað sem truflaði mig við áferð, aðferð eða bragð. En ekki lengur!
Syndsamlega góðar smákökur! Hitið ofninn í 180 gráður, undir/yfir. Þeytið saman smjör og sykur þar til það er létt og ljóst. Bætið eggjum saman við einu í einu og vanilludropum. Blandið öllum þurrefnum saman við og hrærið þar til deigið er rétt komið saman. Bætið þá súkkulaðinu og hnetusmjörsdropunum saman við. Kælið deigið í minnst 30 mín áður en þið bakið. Það má líka kæla yfir nótt eða hreinlega frysta og baka síðar. Kælingin er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að kökurnar renni út á plötunni. Við viljum að þær verði þykkar og djúsí. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mín. Kökurnar munu líta út fyrir að vera aðeins of lítið bakaðar. Takið út og leyfið að kólna á plötunni í nokkrar mín. Það gæti komið vel út að skipta hluta af súkkulaðinu/hnetusmjörsdropunum út fyrir hnetur af einhverju tagi. Allt eftir smekk hvers og eins.
Hnetusmjörsdropana keypti ég í Hagkaup.Súkkulaðibitakökur með hnetusmjörsdropum.
Ingredients
Instructions
Notes
Hinar fullkomnu súkkulaðibitakökur, að mínu mati. Þær fengu mikið lof heimilismanna svo bæði litlir og stórir munnar mæla með því að þið skellið ykkur í bakstur, ekki seinna en á morgun.
XOXO
Stella Rún