Smá játning á miðvikudegi. Ég hef haft afskaplega lítinn áhuga á því að elda spennandi mat síðan þriðja bylgjan skall á okkur. Mig langar endalaust í eitthvað nýbakað og sætt og hef því verið í mikilli tilraunastarfsemi í bakstursdeildinni. Nýjasta verkefnið – súkkulaðibitakökur.
Ég hef ekki tölu á því hversu margar súkkulaðibitakökuuppskriftir ég hef prófað í gegnum tíðina. Subway-kökurnar góðu hafa oft verið fyrirmyndin og markmiðið verið að baka smákökur sem eru mjúkar í miðjunni og stökkar á köntunum. Einhverra hluta vegna var þetta eilífðarverkefni, alltaf eitthvað sem truflaði mig við áferð, aðferð eða bragð. En ekki lengur!
100 g hnetusmjörsdropar eða hvítt súkkulaði (má sleppa)*
Instructions
1
Hitið ofninn í 180 gráður, undir/yfir.
2
Þeytið saman smjör og sykur þar til það er létt og ljóst.
3
Bætið eggjum saman við einu í einu og vanilludropum.
4
Blandið öllum þurrefnum saman við og hrærið þar til deigið er rétt komið saman.
5
Bætið þá súkkulaðinu og hnetusmjörsdropunum saman við.
6
Kælið deigið í minnst 30 mín áður en þið bakið.
7
Það má líka kæla yfir nótt eða hreinlega frysta og baka síðar. Kælingin er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að kökurnar renni út á plötunni. Við viljum að þær verði þykkar og djúsí.
8
Bakið í miðjum ofni í 10-12 mín. Kökurnar munu líta út fyrir að vera aðeins of lítið bakaðar.
9
Takið út og leyfið að kólna á plötunni í nokkrar mín.
Notes
Það gæti komið vel út að skipta hluta af súkkulaðinu/hnetusmjörsdropunum út fyrir hnetur af einhverju tagi. Allt eftir smekk hvers og eins.
Hnetusmjörsdropana keypti ég í Hagkaup.
Hert samkomubann – meiri bakstur heima!
Hinar fullkomnu súkkulaðibitakökur, að mínu mati. Þær fengu mikið lof heimilismanna svo bæði litlir og stórir munnar mæla með því að þið skellið ykkur í bakstur, ekki seinna en á morgun.
Þegar ég fór að halda mitt eigið heimili fannst mér alveg nauðsynlegt að koma mér upp girnilegum uppskriftabanka þar sem að hægt væri að finna alla þessa gömlu og góðu rétti og kökur sem ég hafði alist upp með. Þetta hefur gengið ágætlega og á ég nú uppi í erminni ýmsar uppskriftir sem hafa gefið sérlega góða raun og fá alltaf mikið lof. Gott dæmi er þessi skúffukaka.
Önnur kaka sem að mér finnst nauðsynlegt að fólk prófi að baka er sjónvarpskaka. Það er eitthvað við þessa mjúku, gulu köku með kókosbráðinni ofan á sem að hittir mann beint í hjartastað. Ég vil í raun meina að ég hafi lokkað eiginmanninn til mín með þessari köku en hún er hans uppáhald. Lyktin af nýbakaðri sjónvarpsköku er engri lík og að mínu mati er best að skola henni niður með ískaldri mjólk.
Létt og ljúf kaka með ómótstæðilegri kókoskaramellubráð.
Ingredients
4 egg
300 gr sykur
1 tsk vanilludropar
1 tsk salt
3 tsk lyftiduft
260 gr hveiti
2 dl mjólk
50 gr smjör, brætt
Kókosbráðin:
100 gr smjör
200 gr púðursykur
1/2 tsk vanilludropar
150 gr kókosmjöl
Ca. 1/2 dl mjólk, etv. minna
Instructions
1
Hita ofninn í 170 gráður, undir/yfir.
2
Hræra saman sykur og egg þar til létt og ljóst. Bæta út í vanilludropum og blanda.
3
Sigta þurrefnin saman við og hræra þar til deigið er rétt komið saman. Passa að ofhræra ekki svo kakan verði ekki seig.
4
Bæta mjólk og bræddu smjöri saman og hræra saman. Deigið er nú frekar þunnt en þannig á það að vera.
5
Hella deiginu í skúffukökuform.
6
Baka við í 25-30 mín (fer eftir ofnum).*
7
Bræða saman smjör og púðursykur í potti þar til sykur er laus við kristalla. Bæta vanilludropum og kókosmjöli saman við og hræra. Ef blandan er of þykk skal bæta mjólk saman við, einni og einni matskeið í einu þar til að blandan er fallega gullinbrún og nógu þykk/þunn til að dreifa yfir kökuna sem ætti að vera rétt bökuð eftir ca. 25 mín í ofninum.
8
Smyrjið kókosbráðinni á kökuna og bakið áfram í 5-7 mín. Takið úr ofninum og leyfið kökunni að kólna og bráðinni að taka sig áður en þið berið fram með ísköldu mjólkurglasi!
Notes
*Eins og ég hef áður minnst á eru ofnar afskaplega mismunandi. Það er því best að athuga með kökuna eftir ca. 23 mín og bætið við baksturstímann eftir þörfum. Hún á að vera rétt bökuð í miðjunni þannig að prjónn sem stungið er í hana miðja komi hreinn út.
*Stundum breyti ég stillingunni á ofninum í lokin yfir á grill og "grilla" kökuna í 1-2 mín. Þetta smá trix gefur svo góða áferð á kókosbráðina.
Ég get lofað ykkur því, kæru lesendur, að þessi ljúfa kaka smellpassar með helgarkaffinu. Hún er líka góð í heimavistinni sem Covid skikkar okkur í, svo hvort sem er um helgi eða á virkum degi – sjónvarpskaka, gjörið svo vel!
Eins og nýbakað, ylvolgt og dásamlegt bakkelsi getur verið gott er fátt eins svekkjandi og þurrt og óspennandi bakkelsi. Því miður lendir maður samt svo oft í því að festa kaup á kökusneið sem stenst ekki væntingar. Þá er nú alveg eins gott að lúra á góðum banka af skotheldum uppskriftum og baka bara heima.
Ég tel mig hafa fundið hina fullkomnu skúffukökuuppskrift en ein slík verður að vera til á hverju heimili. Það er þó með skúffuköku eins og aðrar kökur að sitt sýnist hverjum og það eru ekki allir á einu máli um hvað er best. Ég kýs að hafa skúffuköku dökka og mjúka, næstum klístraða með mátulega þykku lagi af glansandi smjörglassúr. Stundum er ég samt villt og set gamaldags súkkulaðismjörkrem ofan á, skúffukaka í sparifötum.
Best aðeins volg með ískaldri mjólk
Uppskrift þessi helst mjúk og góð í marga daga svo lengi sem loki eða plasti er smellt yfir formið. Venjulega baka ég hana í þessu staðlaða skúffukökuformi en hún passar líka prýðilega í tvö hringform (ca 22 cm). Ef það á að baka fyrir marga er hægt að tvöfalda uppskriftina og baka í ofnskúffunni.
Bætið vanilludropum, AB mjólk, vatni og smjöri saman við og blandið þar til deigið er slétt og fellt og þokkalega kekkjalaust. Varist þó að hræra of mikið því annars verður kakan þétt og þung í sér.
4
Hellið deiginu í smurt skúffukökuform eða tvö hringlaga form og bakið í miðjum ofni í 30 mín.*
5
Þegar kakan hefur nánast kólnað að fullu skal smyrja hana með glassúr og strá kókosmjöli yfir (ef vill).
Notes
Enn og aftur minni ég á að ofnar eru mjög mismunandi. Kakan gæti því þurft lengri eða skemmri tíma í ofninum ykkar en hún er tilbúin þegar að prjónn kemur hreinn upp úr kökunni, sé honum potað í hana miðja.
Eins er vert að taka fram að sé ætlunin að baka í tveimur hringlaga formum er baksturstíminn ca. 25 mín.
Uppáhaldið mitt við undirbúning þessarar köku er að það er algjör óþarfi að nota hrærivélina. Eins og ég elska mína Kitchenaid er afskaplega ljúft að gefa henni frí stöku sinnum.
Súkkulaðiglassúr
100 gr smjör, brætt
220 gr flórsykur
2 msk kakó
1/2 tsk vanilludropar
salt á hnífsoddi
2 msk heitt vatn eða kaffi
Blandið saman bræddu smjöri, flórsykri, kakó, vanilludropum og salti. Blandan ætti að vera hálfþurr og kekkjótt. Bætið þá heitu vatni/kaffi saman við og hrærið þar til að blandan er glansandi og kekkjalaus. Það gæti þurft eina msk í viðbót af heitu vatni til að fá rétta áferð.
Gerið ykkur nú greiða og bakið þessa skúffuköku – þið verðið ekki svikin!
Nú verður bara að segjast eins og er að þrátt fyrir sól og sumaryl er ég búin að vera afar andlaus hér á síðunni. Í raun bara í bakstri og eldamennsku yfir höfuð. Það eru því að safnast upp beiðnir frá vinum og vandamönnum og greinilega vöntun á ýmsum gömlum og góðum uppskriftum. Kannski er það Covid, kannski bara árstíminn en fólk er duglegt að elda og baka frá grunni og taka með sér í ferðalögin. Það er náttúrulega ekkert nema frábært og mér ljúft og skylt að deila með ykkur alls konar!
Ég ætla að byrja á jógúrtkökunum klassísku sem aldrei klikka. Svo fullkomnar í nestisboxið fyrir útileguna eða á íþrótta- og ættarmótin. Við skulum þó muna að hlýða Víði og bíða með að rotta okkur saman í stórum hópum þar til þríeykið gefur leyfi. Uppskriftina fékk ég upphaflega frá Stellu ömmu en ég hef breytt henni lítillega í gegnum tíðina. Þessar kökur eru einfaldar og ljúffengar og tilvalið að leyfa litlum bökurum að aðstoð og sleikja skálina í lokin.
Sætasta hátíðin af þeim öllum hlýtur að vera páskarnir. Allir þessir páskaungar og kanínur, pastellitir og súkkulaði. Ég er einmitt sjúk í allt pastel og það er því tilhlökkunarefni hvert ár að útbúa páskaköku. Þetta árið varð vanillukaka fyrir valinu. Vanillukaka smurð með saltkaramellusmjörkremi með auka karamellu á milli laga – himnesk!
Uppskriftina að saltkaramellunni setti ég í „highlights“ á instagram en hún mun líka koma inná síðuna hér. Þessi saltkaramella er svo einföld og góð. Dásamleg út á ís, með ávaxtasalati, á marengs eða eintóm uppúr krukkunni – möguleikarnir eru endalausir.
En aftur að kökunni. Þessi vanillukaka er mjög mjúk, þornar ekki upp og heldur sér í marga daga. Ólíkt öðrum vanillukökubotnum sem ég hef bakað eru eggin hér notuð heil, ekki bara hvítan og verður hún mýkri og rakari fyrir vikið.
Litlu sætu eggin fékk ég í Hagkaup en þau eru úr belgísku súkkulaði
Dúnmjúkir botnar með ómótstæðilegu saltkaramellukremi
Ingredients
2 1/2 bolli (330 gr) hveiti
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
175 gr mjúkt smjör
1 msk vanilludropar
1 1/2 bolli (310 gr) sykur
3 msk bragðlítil olía
4 egg
300 ml mjólk, ég notaði nýmjólk
Instructions
1
Hitið ofninn í 180, undir/yfir. Ef þið kjósið að nota blástur skuluð þið hafa ofninn í 170 gráðum.
2
Byrjið á að setja hveiti, lyftiduft og salt í skál og geymið. Það getur verið góð hugmynd að sigta saman þurrefnin en það er ekki nauðsynilegt.
3
Setjið smjör, sykur, vanilludropa og olíu í hrærivélarskál og þeytið þar til létt og ljóst. Þeir sem eiga ekki hrærivél geta notað handþeytara og frekar stóra bökunarskál.
4
Bætið eggjum við einu í einu og hrærið vel á milli.
5
Hellið ca 1/3 af þurrefnunum í hrærivélarskálina og þeytið þar til deigið er nokkuð samfellt. Hellið þá helmingnum af mjólkinni saman við og hærið. Þá 1/3 til viðbótar af þurrefnum, hinum helmingnum af mjólkinni og í lokin restinni af þurrefnunum.
6
Nú á deigið að vera miðlungsþunnt, ekki mjög þunnt en ekki heldur mjög þykkt og það gæti verið smá svona kotasæluáferð. Það er eðlilegt og bara besta mál.
7
Hellið í þrjú 20 cm form sem hafa verið smurð og klædd með bökunarpappír í botninn. Ég nota Pam sprey en það má velt nota olíu eða smjör í staðinn.
8
Bakið í miðjum ofni í 20-25 mín. Mikilvægt að fylgjast vel með þar sem ofnar eru svo mismunandi.
Notes
Ég átta mig á að það eru ekki allir sem eiga mörg bökunarform í sömu stærð. Þá er hægt að baka aðeins þykkari botna í tvennu lagi og geyma deigið bara í skálinni á meðan fyrri botninn bakast. Það er svo smekksatriði hvort þið viljið taka þykka botnana í sundur til að hafa fleiri lög eða smyrja bara tvo botna. Það er ekkert rétt eða rangt í þessu, allt saman eftir smekk.
Saltkaramellusmjörkrem:
200 gr smjör, mjúkt
1/2 krukka saltkaramella, 3 dl ca. Við stofuhita (má ekki vera mjög heit a.m.k.)
1/2 vanilludropar
300 gr flórsykur
1 egg (má sleppa)
Setjið hráefnin í hrærivélarskál og hrærið allt saman þar til létt og ljóst. Það er gott að hafa viskustykki yfir hrærivélinni til að byrja með svo að flórsykurinn fari ekki út um allt, eins og gerðist hjá mér. Það er lykilatriði að leyfa vélinni að hræra í nokkrar mínútur til að fá þessa léttu áferð sem við erum að leita eftir. Það gæti verið að ykkur þætti kremið of þykkt eða þunnt en þá er um að gera að leika sér aðeins með hráefnin, bæta við saltkaramellu ef kremið er of þykkt og flórsykri ef það er of þunnt.
Þegar botnarnir eru kólnaðir og kremið klárt er kominn tími til að setja kökuna saman. Ég var með þrjá botna og setti krem og aukakaramellu á milli laga. Ég vildi ekki hafa þykkt lag af kremi utan um kökuna og reyndi að ná fram smá svona „naked cake“ útliti. Ég setti restina af kreminu í tvo sprautupoka og sprautaði smá skrauti ofan á og til hliðar og skreytti svo með súkkulaðieggjum. Þessi egg fékk ég í Hagkaup en þau voru til í tveimur stærðum og þessum afskaplega fallegu pastellitum. Fólknara var það ekki í þetta skiptið!
Sérlega sæt og góð kaka í páskabúningi sem ég hvet ykkur til að baka og njóta með ykkar nánustu – í tveggja metra fjarlægð!
Ég gæti eytt heilu dögunum í að fletta uppskriftabókum og -blöðum og skrolla í gegnum matarblogg. Sumum finnst þetta undarlegt áhugamál en ég veit að margir tengja. Aðal vandinn er svo að velja úr þær uppskriftir sem maður ætlar að láta á reynda. Ég varð forvitin þegar ég rakst á súkkulaðiköku á bandarísku bakstursbloggi sem lofaði að vera sú mýksta sem maður myndi nokkurn tíma bragða. Ég varð bara að prófa!
Þegar ég bakaði þessa köku fyrst voru tveir hlutir sem ég tók sérstaklega eftir. Annars vegar hversu þunnt deigið er áður en það er sett í ofninn og hins vegar við hversu lágan hita kakan er bökuð. Ég held þó að þetta tvennt sé einmitt galdurinn. Þetta er sú allra mýksta kaka sem ég hef bakað og bragðað. Það skal þó tekið fram að ég er aldrei með neinar æfingar við það að skreyta þessa enda þolir hún það ekki. En einfaldlega skreytt er þetta hin fullkomna helgarkaka.
Spreyið 3 kökuform (20 cm) með olíuspreyi eða smyrjið með smá olíu. Klæðið botnana á forminu með bökunarpappír.
3
Blandið þurrefnum saman í frekar stórrin skál.
4
Blandið öllum blautu innihaldsefnunum saman (nema vatninu/kaffinu) í annarri skál.
5
Bætið nú blauta saman við þurra og hrærið vel.
6
Bætið þá heitu vatninu (helst sjóðandi) saman við. Nú er deigið orðið mjög þunnt en þannig á það einmitt að vera.
7
Bakið í miðjum ofni í ca. 30 mín.
8
Kakan er tilbúin þegar að prjónn, sem stungið er í hana miðja, kemur hreinn út.
9
Botnarnir þurfa að kólna alveg áður en hægt er að smyrja kreminu á.
Notes
Þetta deig passar í tvö 24 cm kökuform en þá gæti bökunartíminn breyst.
Kremið sem ég smyr oftast á þessa er gamla góða súkkulaðismjörkremið. Uppskriftina finnið þið hér. Mér finnst klassískt vanillusmjörkrem eða saltkaramellukrem einnig passa afskaplega vel með þessari köku en smjörkremsfærsla er væntanleg.
Kakan til hægri er með saltkaramellukremi en þessi til vinstri með súkkulaðismjörkremi og ferskum berjum.
Fullkomin dúnmjúk súkkulaðikaka sem þið ættuð að baka við fyrsta tækifæri!
Ef það er einhver kaka sem ég á erfitt með að standast er það góð gulrótakaka. Það er eitthvað við kryddaða, mjúka botnana og ómótstæðilegt rjómaostakremið sem ég fell alltaf fyrir. Ég á einmitt frábæra uppskrift að gulrótaköku sem þið getið fundið hér.
En þessi færsla er ekki um gulrótaköku heldur náskyldan ættingja sem ég rakst á á flakki mínu um bandarísk matarblogg (iðja sem ég stunda mjög reglulega). Samkvæmt Google vini mínum er uppskriftin upprunalega frá Jamaica en þaðan hefur hún svo borist til Suðurríkja Bandaríkjanna. Þar náði hún gríðarlegum vinsældum og er mest lesna uppskrift Southern Living Magazine frá upphafi. Ég hef ekki fundið íslenskt heiti yfir þessa köku en ætli við getum ekki kallað hana kryddaða bananaköku eða leyft okkur hreinlega að sletta smávegis og kalla hana sínu rétta nafni, „hummingbird“ kaka. Í raun er uppskrift þessi svo náskyld gulrótaköku að í aðalatriðum er bara búið að skipta út gulrótum fyrir stappaða banana. Ef þið elskið gulrótaköku og bananabrauð jafnmikið og ég að þá er ég viss um að þið munið elska þessa köku!
Hitið ofninn í 180 gráður (ég nota undir/yfir stillinguna).
2
Smyrjið þrjú 20 cm kökuform og setjið bökunarpappír í botninn. Þetta tryggir það að kakan losni auðveldlega frá forminu í heilu lagi.
3
Blandið hveiti, kanil, salti, múskati og matarsóda saman í stórri skál.
4
Bætið eggjum, sykri, olíu, AB mjólk og vanilludropum í skálina og blandið þar til öll hráefni eru komin saman. Varist að hræra of mikið.
5
Skiptið deginu jafnt í formin þrjú og bakið í miðjum ofni í 25-30 mínútur.
Rjómaostakrem:
230 g smjör við stofuhita
230 g rjómaostur við stofuhita
700 g flórsykur
2 tsk vanilludropar
1 tsk salt
Setjið öll hráefni í hrærivélarskál. Mér finnst óþarfi að þeyta smjörið eitt og sér áður en öðrum hráefnum er bætt út í. Gætið þó að hræra mjög hægt til að byrja með svo flórsykurinn fari ekki út um allt. Aukið hraðann og hrærið í 5-7 mínútur eða þangað til að kremið er orðið létt og ljóst.
Falleg kaka og falleg blóm
Þegar að botnarnir hafa kólnað er óhætt að setja kökuna saman og smyrja hana með kremi. Ég ákvað að stytta mér aðeins leið í þetta skiptið, enda gestirnir mættir, og setja kremið aðeins á milli laga og ofan á kökuna. Það kom bara vel út en auðvitað hefði verið hægt að smyrja hliðarnar líka.
Það er ein kaka sem pabbi minn bakar blindandi og það er hjónabandssæla. Ég á margar æskuminningar þar sem að pabbi hrærði í hjónabandssælu með engum fyrirvara. Hann þurfti ekki einu sinni uppskrift!
Það eru líklega margar fjölskylduuppskriftir af hjónabandssælu í umferð en sú sem hefur þróast með mér er sú allra besta sem ég hef bragðað. Það gæti haft eitthvað með allt smjörið að gera. Það er allt einhvern veginn aðeins betra með miklu smjöri. Já eða púðursykurinn. Hann gefur smá svona karamellubragð sem er alveg ómótstæðilegt.
Rétt áður en sælan fór í ofninn – smá subbulegt en lofar góðu
Nú þegar að sumarið er komið og fótboltamótin og fjallgöngurnar byrjaðar er tilvalið að skella í hjónabandssælu enda geymist hún vel í þéttu, lokuðu íláti. Stútfull af höfrum, smjöri og rabarbarasultu gefur hún litlum boltasnillingum og göngugörpum mikla og góða orku. Svo er hún líka ómótstæðileg volg úr ofninum með rjómaslettu á toppnum.
Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið skúffukökuform ríkulega með smjöri.
2
Blandið öllum hráefnum (fyrir utan sultuna) saman í þokkalega stórri skál. Best er að nota sleif og fingurnar til skiptis og varist að hræra of mikið. Það er algjör óþarfi að taka fram hrærivélina fyrir þessa köku.
3
Takið rúmlega helming af deiginu og þjappið því létt í formið. Látið þá sultuna yfir og myljið restina af deiginu ofan á.
4
Bakið við 35-40 mín eða þangað til kakan hefur fengið á sig brúnan lit. Mín skoðun er sú að kakan eigi að vera mjög mjúk svo ég tek hana út áður en hún verður almennilega brún alls staðar. Þá eru kantarnir aðeins stökkir og restin mjúk og pínu klesst, eins girnilega og það hljómar. Þeir sem vilja hafa meira stökkt og minna klesst hafa kökuna aðeins lengur inni í ofninum.
Notes
*Ég hef prófað að nota spelt í stað hveitis og það kemur mjög vel út. Eins er gott að nota hveiti og heilhveiti til helminga eða jafnvel hveiti og brauðhveiti. Það má í raun nota það mjöl sem manni finnst best. Útkoman mun alltaf vera dásamlega góð hjónabandssæla.
Hvet ykkur eindregið til að gefa þessari séns – hún svíkur sko engan!
Ef ég þyrfti að velja eina köku til að baka út lífið að þá yrði það þessi kaka. Hún er einföld, sjúklega góð og þægileg að skreyta. Þessi kaka helst mjúk og góð í marga daga og er tilvalin sem skúffukaka í þokkabót. Í einu orði sagt, hin fullkomna súkkulaðikaka – súkkulaðikakAN!
Þetta deig passar fullkomlega í þrjú 20 cm bökunarform. Eigi kakan að vera hærri en þrír botnar þarf að gera eina og hálfa uppskrift. Uppskriftin passar líka vel í skúffukökuform og er í raun dásamleg sem slík.
Ingredients
5 dl hveiti (270 gr)
5 dl sykur (415 gr)
Rúmlega 1 dl kakó (80 gr)
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
2 egg
2 dl kalt vatn
2 dl AB mjólk
2 tsk vanilludropar
200 gr brætt smjör
Instructions
1
Hitið ofninn í 170 gráður, undir/yfir.
2
Klippið út 3 hringi bökunarpappír í sömu stærð og formin.
3
Spreyið formin með bökunarspreyi (eða smyrjið þau með smjöri) og látið bökunarpappír í botninn.
4
Setjið öll þurrefnin saman í skál og blandið vel.
5
Bætið í skálina eggjum, vatni, AB mjólk og vanilludropum. Hrærið lítillega.
6
Bræðið smjörið. Ég nota yfirleitt örbylgjuofninn.
7
Látið heitt smjörið saman við deigið og hrærið vel. Það munu vera smávegis kekkir í deiginu en það kemur ekki að sök.
8
Skiptið deiginu jafnt á milli formanna þriggja.
9
Bakið í 30-35 mín eða þar til að pinni sem stungið er í kökuna miðja kemur hreinn út.
Notes
Mér finnst best að draga fram vogina fyrir þessa köku. Vigti maður innihaldsefnin fær maður alltaf sömu kökuna. Það er ekki eins nákvæmt að nota desilítramálið en dugar þó alveg.
Þar sem að ofnar eru svo mismunandi finnst mér best að athuga með kökuna þegar að 5 mín eru eftir af bökunartímanum, sumsé eftir 25 mín. Ég athuga svo aftur eftir 30 mín o.s.frv.
Eins og kom fram hér að ofan er þessi kaka fullkomin til að skreyta. Hún er vissulega mjúk en ekki svo mjúk að það sé ekki hægt að stafla henni og skreyta án vandræða. Ég hef skreytt hana í ótal mismunandi útgáfum og nota þá smjörkrem. Uppskrift að súkkulaðismjörkremi með sýrópi má finna hér að neðan en það er von á sérstakri smjörkremsfærslu innan skamms sem ætti að gefa ykkur fleiri hugmyndir og meira frelsi í skreytingum.
Súkkulaðismjörkrem:
250 gr mjúkt smjör
500 gr flórsykur
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
6-7 msk sýróp
4 msk kakó
1 egg (má sleppa)
Hrærið öll innihaldsaefni vel og lengi í hrærivélinni þar til að kremið er orðið létt og ljóst. Liturinn á að vera svona karamellubrúnn. Ef þið viljið henda í spariútgáfuna af þessu kremi er dásamlegt að bræða eina plötu af suðusúkkulaði og bæta út í kremið í mjórri bunu og hræra vel.
Smyrjið vel af kreminu á milli botna og þunnu lagi utan á. Þetta þunna lag köllum við „crumb coat“ en það lokar inni alla mylsnu og kemur í veg fyrir að lokalagið af kreminu sé smitað af kökumylsnu. Kælið kökuna lítillega og leyfið mylsnulaginu að taka sig. Smyrjið svo að lokum vænu lagi af kremi utan og ofan á kökuna og skreytið að vild. Voilá! Fullkomin sunnudagskaka. Eða afmæliskaka. Eða bara kaka. Það er jú alltaf tilefni fyrir góða köku!
Afmæliskaka
Elsukaka
Flamingokaka
Baby Shark kaka
Sunnudagskaka
Nokkrar útfærslur af þessari dásamlega góðu köku
Njótið sem allra best og leyfið hugmyndafluginu að leika lausum hala í skreytingunum.
Ég stend mig stundum að því að spara banana hér heima. Sleppa því að borða þá á meðan þeir eru góðir eintómir og láta þá brúnast. Þetta vekur mismikla lukku heimilismanna en betri helmingurinn er lítill aðdáandi banana, hvað þá vel þroskaðra. Ástæðan fyrir þessu er þó afar einföld. Brúnir bananar eru bestir í bananabrauð. Og volgt bananabrauð með smjöri er það besta sem ég veit!