Afgangar/ Brauð og gerbakstur/ Kökur/ Morgunmatur/brunch

Bananabrauðið sem aldrei bregst

Ég stend mig stundum að því að spara banana hér heima. Sleppa því að borða þá á meðan þeir eru góðir eintómir og láta þá brúnast. Þetta vekur mismikla lukku heimilismanna en betri helmingurinn er lítill aðdáandi banana, hvað þá vel þroskaðra. Ástæðan fyrir þessu er þó afar einföld. Brúnir bananar eru bestir í bananabrauð. Og volgt bananabrauð með smjöri er það besta sem ég veit!

Áður fyrr notaðist ég alltaf við uppskrift sem innihélt meiri sykur og minna af banönum en þessi hér að neðan. Sú uppskrift er alveg fín en engin negla svo mér fannst ég þurfa að þróa mína eigin. Við tók þrotlaus þróunarvinna og smakk og er ég loksins tilbúin að deila með ykkur afrakstrinum.

Bananabrauð

1 Star2 Stars3 Stars4 Stars5 Stars (1 votes, average: 5,00 out of 5)
Loading...
Prep Time: 15 mín Cooking Time: 40-45 mín Total Time: ca 1 klst

Einfalt bananabrauð sem klikkar aldrei - svo mjúkt og gott! Tilvalið að leyfa litlum hjálparkokkum að aðstoða við baksturinn. Stoltið leynir sér ekki þegar að ilmandi brauðið kemur úr ofninum.

Ingredients

  • 1 egg
  • 1 dl púðursykur
  • 3 vel þroskaðir bananar
  • 1/2 dl olía
  • 1/2 dl AB mjólk*
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 5 dl hveiti, venjulegt eða brauðhveiti
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi

Instructions

1

Hitið ofninn í 180 gráður, 170 gráður ef þið notið blástur

2

Þeytið saman egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá saman við stöppuðum banönum, olíu, AB mjólk og vanilludropum og blandið vel.

3

Bætið þurrefnum saman við og hrærið þar til deigið er allt komið saman en varist að hræra of lengi.

4

Hellið blöndunni í brauðform klætt með bökunarpappír og bakið í 40-45 mín.

5

Ofnar eru svo mismunandi svo fylgist vel með. Þegar að pinni kemur hreinn upp úr brauðinu er það tilbúið.

Notes

*ef þið viljið hafa brauðið mjólkurlaust skulið þið sleppa AB mjólkinni og setja olíu í staðinn. Heildarmagn af olíu yrði þá 1 dl.

Ég hvet ykkur eindregið til að prófa að baka þetta bananabrauð. Það hefur hlotið einróma lof álitsgjafa og klárast alltaf upp til agna.

XOXO

Stella Rún

You Might Also Like