Bakaður gullostur er tilvalinn klúbbaréttur. Einfalt að henda saman nokkrum hráefnum og inn í ofn – voilá! Þessir klárast alltaf, sama hvað klukkan er. Brunch, afmæli, kaffiboð eða kvöldsaumaklúbbur. Bráðinn gullostur, snittubrauð, Ritz kex og málið er dautt. Ég hvet ykkur eindregið til að prófa alla þrjá og velja ykkar uppáhald.
Gullostur er fullkominn til að bræða í ofni með einhverju gúmmelaði ofan á. Sætt og salt í bland, ómótstæðilegt með góðu snittubrauði, súrdeigsbrauði eða kexi. Hitið ofninn í 190 gráður, undir/yfir. Setjið gullost í eldfast ílát. Blandið saman sinnepi og púðursykri í lítilli skál. Látið sinnepsblönduna ofan á ostinn og hneturnar þar ofan á. Bakið í ca. 30 mín eða þar til að osturinn er aðeins farinn að leka. Setjið gullost í eldfast ílát. Hellið hlynsýrópinu yfir ostinn. Látið saxaðar pekanhnetur yfir ásamt rósmaríninu (má sleppa). Bakið í ca. 30 mín. Veltið gullostinum uppúr karríi og látið í eldfast ílát. Hellið mango chutney yfir ostinn og dreifið hnetunum yfir allt saman. Bakið í ca. 30 mín. Ég vil að osturinn sé vel bráðinn þegar hann er tekinn úr ofninum en það er algjört smekksatriði. Bakið styttra fyrir fyrri harðari ost og lengur fyrir meira klístur.Bakaður gullostur á þrjá vegu
Ingredients
Instructions
Notes
XOXO
Stella Rún