Um Ilminn í eldhúsinu

sukkuladikaka med sprinkles

Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin!

Ég ætti kannski að byrja á stuttri kynningu á sjálfri mér og aðdragandanum að þessari síðu, Ilmurinn úr eldhúsinu. Ég heiti Stella Rún og er áhugakona um bakstur og hvers kyns matargerð. Það skal tekið fram að ég er ekki menntuð í neinni iðn innan matvælageirans en hef þó sótt nokkur námskeið fyrir áhugabakara. Ég er búin að ganga með þennan draum í maganum lengi, að stofna matarblogg, en fannst lengi vel eins og að ég ætti ekki erindi inn á þetta sívaxandi svið sem að bloggheimurinn er. Að ég væri nú ekki nógu spennandi eða það sem ég væri að gera væri nú ekki nógu gómsætt eða fallegt. Þegar ég varð svo þrítug nýverið ákvað ég að gefa sjáfri mér það í afmælisgjöf að hætta að tala niður til mín og þess sem ég var að gera og setja frekar orkuna í það sem gefur mér gleði. Ef það vill svo skemmtilega til að þið viljið koma með í þessa vegferð, þá frábært!

Á Ilmurinn úr eldhúsinu munu koma til með að leynast alls konar uppskriftir, allt frá einföldum heimilisréttum upp í stórar og glæsilegar hnallþórur. Ég er óþreytandi þegar kemur að tilraunastarfsemi í eldhúsinu og ég á orðið stórt og mikið safn af uppskriftum sem mig langar að deila með ykkur. Þetta eru uppskriftir héðan og þaðan, frá ömmum mínum og mömmu, vinkonum, bloggurum hér heima og erlendis og mér sjálfri. Endilega fylgist með og nælið ykkur í uppskriftina af hinni fullkomnu skúffuköku eða besta og einfaldasta lasagne sem fyrir finnst. Ég er allavega spennt að byrja og finna ilminn fylla eldhúsið mitt

XOXO

Stella Rún

My Latest Recipes